Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags.
Heimilisfang er Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík, tölvupóstur tryggingar@nefndir.is
Símatími nefndarinnar er á þriðjudögum milli klukkan 10 og 11 og á fimmtudögum milli klukkan 14 og 15. Síminn er 578-6500
Nýjar samþykktir um úrskurðarnefndirnar tóku gildi um 1. janúar 2022
Ársskýrsla úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 2022
Sá aðili sem skýtur máli sínu til nefndarinnar nefnist málskotsaðili. Málskotsaðili getur verið vátryggingartaki, vátryggður, þar á meðal meðvátryggður, rétthafi bóta, tjónþoli og hver sá annar er telur sig eiga rétt til bóta úr vátryggingu eða á annarra hagsmuna að gæta vegna vátryggingarsamnings samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga. Málskot verður að fullnægja skilyrðum 1. mgr. 3. gr. um að ágreiningurinn heyri undir starfssvið nefndarinnar. Vátryggingafélög skulu kynna viðskiptavinum sínum með tryggilegum hætti möguleika þeirra á að skjóta málum til nefndarinnar.
Athygli er vakin á því að áður en málskotsaðili getur leitað til nefndarinnar skal hann hafa lagt kröfur sínar fyrir hlutaðeigandi vátryggingafélag. Málskot verður að hafa borist nefndinni innan árs frá því að málskotsaðili fékk skriflega tilkynningu vátryggingafélags um að kröfu hans væri hafnað. Bregðist vátryggingafélag ekki við skriflegri kröfu málskotsaðila innan þriggja vikna frá móttöku hennar er málskotsaðila heimilt að leita með málið beint til úrskurðarnefndar.
Málskotsaðili getur á hvaða stigi sem er dregið mál til baka, en fær þá ekki málskotsgjald endurgreitt nema málið sé afgreitt hjá vátryggingafélagi á grundvelli krafna hans. Málskotsgjald er ekki heldur endurgreitt í þeim tilvikum sem máli er vísað frá nefndinni á grundvelli 4. gr. samþykktanna.
Málskot og fylgiskjöl þess skulu vera á íslensku. Óski málskotsaðili eftir að fá að skjóta máli til nefndarinnar á öðru tungumáli en íslensku er það háð samþykki nefndarinnar.
Fylla þarf út sérstakt eyðublað sem er aðgengilegt hér.
Eyðublaðið þarf að fylla út og senda í tölvupósti á tryggingar@nefndir.is
Málskotsaðili greiðir eftirfarandi málskotsgjald um leið og málskot berst úrskurðarnefnd:
a. einstaklingur utan atvinnurekstrar, kr. 10.000.
b. einstaklingur í atvinnurekstri, kr. 25.000.
c. lögaðili, kr. 50.000.
Nauðsynlegt er að setja kvittun fyrir greiðslunni með málskotinu. Gjaldið fæst endurgreitt falli mál að hluta til eða öllu leyti málskotsaðila í vil.
Upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer vegna málskotsgjaldsins má sjá hér að neðan:
Nefndin fjallar um ágreining varðandi bótaskyldu, þ.m.t. sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags, sem starfsleyfi hefur hér á landi.
Nefndin fjallar ekki um eftirfarandi atriði
ágreining sem samkvæmt lögum heyrir undir stjórnvöld,
ágreining sem heyrir ekki undir starfssvið nefndarinnar,
kröfu málskotsaðila sem ekki verður metin til fjár eða fellur ekki innan þeirra fjárhæðamarka sem tilgreind eru í 3. gr. samþykkta, liggi ekki fyrir samþykki varnaraðila
ágreiningsmál sem eru til meðferðar almennra dómstóla eða gerðardóms,
ágreiningsmál sem eru til meðferðar hjá öðrum lögbundnum eða viðurkenndum úrskurðaraðila,
ágreiningsmál sem heyrir undir eða er til meðferðar hjá erlendum úrskurðaraðila,
mál, sem eru það óljós, illa upplýst eða kröfur aðila svo óskýrar að þau eru ekki tæk til úrskurðar,
mál sem eru það flókin eða yfirgripsmikil að meðhöndlun máls hamli skilvirkni nefndarinnar,
kröfu málskotsaðila um málskostnað eða annan kostnað málskotsaðila sem leiðir af málskoti
Sjá nánar samþykktir um úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.
Meginverkefni nefndarinnar er að fjalla um ágreining neytanda og innlends vátryggingafélags. Mögulegt er þó að vísa til nefndarinnar ágreiningi við erlent vátryggingafélag, sem starfsleyfi hefur hér á landi. Til þess að nefndin geti tekið slíkt mál til útskurðar þarf hið erlenda vátryggingafélag þó að veita samþykki sitt.
Nefndin úrskurðar hvort ágreiningur aðila heyri undir nefndina og hvort hann sé þess eðlis eða studdur þeim gögnum að unnt sé að úrskurða í málinu. Telji nefndin svo ekki vera vísar hún málinu frá.
Úrskurðarnefndin starfar samkvæmt samkomulagi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Neytendasamtakanna og Samtaka fjármálafyrirtækja og þar er kveðið á um störf nefndarinnar. Úrskurðarnefndin er skráð samkvæmt 1. mgr. 12. gr. laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.
Í nefndinni sitja þrír fulltrúar og þrír til vara, sem allir skulu vera löglærðir og valdir til tveggja ára í senn. Stofnaðilar nefndarinnar velja hver sinn aðal- og varamann til setu í nefndinni.
Í nefndinni sitja:
Nefndin birtir úrskurði sína á heimasíðu þessari án nafngreiningar aðila.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |