Úrlausn deilumála
utan dómstóla

Hér má nálgast upplýsingar um úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Nefndirnar voru stofnaðar af Neytendasamtökunum og Samtökum fjármálafyrirtækja.

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Mikilvægt er að neytendur hafi ódýra og hraða leið til að leysa úr deilumálum sínum við seljendur utan dómstóla. Neytendasamtökin og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu stofnuðu félag í upphafi árs 2022 til að halda utan um rekstur tveggja úrskurðarnefnda; annars vegar úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki og hinsvegar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.

Nefndirnar höfðu áður starfað um árabil með það fyrir augum að úrskurða í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga vegna viðskipta við fjármálafyrirtæki og í vátryggingamálum.

Nefndirnar voru lengi vel hýstar hjá Fjármálaeftirlitinu en frá janúar 2022 færðist hýsing þeirra til hins nýstofnaða félags.