Nefndin tekur til meðferðar mál sem varða réttarágreining milli seljanda annars vegar og viðskiptamanns hins vegar í tengslum við kaup á fjármálaþjónustu, enda sé til staðar samningssamband milli aðila. Nefndin tekur til meðferðar mál sem m.a. varða þjónustu sem veitt er á grundvelli starfsleyfis skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 eða lögum um greiðsluþjónustu nr. 120/2011, eða á grundvelli laga um neytendalán nr. 33/2013 eða laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016. Skilyrði fyrir málsmeðferð nefndarinnar er að samningssamband sé á milli seljanda og viðskiptamanns.
Heimilisfang er Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík, tölvupóstur fjarmal@nefndir.is
Símatími nefndarinnar er á þriðjudögum milli klukkan 10 og 11 og á fimmtudögum milli klukkan 14 og 15. Síminn er 578-6500
Nýjar samþykktir um úrskurðarnefndirnar tóku gildi um 1. Janúar 2022
Fylla þarf út sérstakt eyðublað sem er aðgengilegt hér.
Eyðublaðið þarf að fylla út og senda í tölvupósti á fjarmal@nefndir.is
Málskotsaðili greiðir eftirfarandi málskotsgjald um leið og málskot berst úrskurðarnefnd:
a. einstaklingur utan atvinnurekstrar, kr. 10.000.
b. einstaklingur í atvinnurekstri, kr. 25.000.
c. lögaðili, kr. 50.000.
Nauðsynlegt er að setja kvittun fyrir greiðslunni með málskotinu. Gjaldið fæst endurgreitt falli mál að hluta til eða öllu leyti málskotsaðila í vil.
Upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer vegna málskotsgjaldsins má sjá hér að neðan:
Eftir móttöku málskots sendir nefndin gögnin til gagnaðila til umsagnar ásamt öllum viðeigandi upplýsingum. Málsaðilum skal gefinn kostur á að tjá sig í skriflegum umsögnum um málavexti og leggja fram gögn. Skulu gagnaðila veittar þrjár vikur til að svara kvörtuninni, nema samþykkt sé beiðni um lengri frest. Ef svar berst skal það sent viðskiptamanni og honum veitt færi á að koma að frekari athugasemdum innan sjö daga. Leggi viðskiptamaður fram ný gögn eða breyttar málsástæður skulu þær sendar seljanda og honum veittur frestur til athugasemda innan sjö daga. Heimilt er að ákveða að veita aðilum rýmri frest innan hæfilegra marka.
Kvörtun má draga til baka á hvaða stigi sem er. Málið fellur niður ef fjármálafyrirtæki og viðskiptamaður ná samkomulagi um lausn þess.
Nefndin tekur ákvörðun um hvaða gagna þurfi að afla áður en úrskurður verður felldur.
Niðurstaða nefndarinnar skal send aðilum með staðfestum hætti innan 10 daga frá því úrskurður er kveðinn upp. Viðskiptamaður skal um leið upplýstur um, að hann geti lagt málið fyrir dómstóla eða aðra aðila sé um það að ræða. Almennt skal veita 4 vikur frá útsendingu til að fullnægja úrskurði.
Nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls og skal víkja sæti eigi vanhæfisreglur 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við um hann. Nefndarmaður getur ávallt sagt sig frá máli telji hann sig vanhæfan.
Takmörk eru sett fyrir heimild til endurupptöku mála sem undirstrika mikilvægi þess að vandað sé til málskots hverju sinni. Samkvæmt samþykktum nefndarinnar getur nefndin tekið ákvörðun um að mál sem úrskurðað hefur verið í af nefndinni skuli tekið fyrir aftur ef fram koma nýjar upplýsingar sem eru þess eðlis að hefðu þær legið fyrir við uppkvaðningu úrskurðar gætu þær hafa leitt til annarrar niðurstöðu.
Úrskurður nefndarinnar hindrar ekki umfjöllun dómstóla síðar.
Í nefndinni sitja fimm nefndarmenn sem skulu vera lögráða, hafa óflekkað mannorð og ætíð hafa haft forræði bús síns. Formaður og varaformaður skulu auk þess uppfylla hæfisskilyrði héraðsdómara. Skulu tveir nefndarmenn skipaðir sameiginlega af fjármálafyrirtækjum sem aðild eiga að nefndinni, tveir af Neytendasamtökunum og einn af fjármála- og efnahagsráðherra sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti og skulu uppfylla sömu hæfisskilyrði. Varamaður formanns er formaður í forföllum hans.
Nefndin birtir úrskurði sína á heimasíðu þessari án nafngreiningar aðila.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |